Hjartanlega velkomin í náttúru - dags - ævintýra - ferð í stórkostlegu Gjánna í Þjórsársdalnum 20. Ágúst.
Gjáin í Þjórsársdal er sannkölluð náttúruperla og fossaparadís.
Í tilefni síðsumars og að veðrið ætlar að vera bongó langar mig að bjóða ykkur með í sannkallað ævintýri næstkomandi miðvikudag, 20. ágúst þar sem að við hittumst í mosó og sameinumst í bíla á leið út á land, jú eða hittumst þar.
Gjáin í Þjórsársdal er við hliðiná Heklu og fleiri mögnuðum stöðum.
Það tekur 1 klst og 40 mín að keyra þangað frá Mosfellsbæ.
Síðan er líka heitt vatn á svæðinu og gefst okkur tækifæri á að njóta eftir náttúruævintýrið í Skeiðárlaug eftir ævintýrið.
Eftir sundið njótum við ljúffengrar súpu og brauð saman áður en haldið er heim.
Hér er planið :)
Miðvikudagurinn 20. Ágúst
Mæting klukkan 12:30 í Mosó, lagt er afstað í Gjánna sem að er 1 klst og 40 mín keyrsla frá Mosó.
Náttúruganga og kakó athöfn á leynistað við berglindir og fossa.
Hægt er að baða sig uppúr fossum og/eða lækjum á meðan gengið er.
Síðan komum við okkur vel fyrir í mosarjóðrinu og drekkum hjarta opnandi kakó í fallegri athöfn með útsýni yfir alla fossana, þar verður þú leidd/ur í gegnum hugleiðslu og tengingu umvafin náttúrunni.
Eftir athöfnina er hægt að snarla á nesti þangað til við höldum áfram.
Eftir að við erum búin að skoða svæðið og tengjast því alla leið þá færum við okkur ofaní Skeiðárlaug sem að er sundlaug rétt hjá með heitum pottum, bæði infrared saunu og venjulegri saunu.
Súpa og brauð er í boði fyrir þá sem að vilja næra sig eftir daginn.
Lagt er síðan afstað heim :)
VERÐ:
Ævintýradagur með kakó athöfn, náttúrugöngu og mat: 12.000 kr
Ævintýradagur með kakó athöfn, náttúrugöngu, mat og Skeiðárlaug : 15.000 kr
HVENÆR:
Miðvikudagurinn 20. Ágúst
HVAR:
Gjáin í Þjórsársdal
Ég hlakka til þess að upplifa þetta ævintýri með þér! ;)
Skráning fer fram hér fyrir neðan: