Back to All Events

AUTUMN EQUINOX :: Haustjafndægur Athöfn & Sauna Ritual

HAUSTJAFNDÆGUR

AUTUMN EQUINOX

22. September

Ég er svo ótrúlega spennt að bjóða þér/ykkur á nýja heimilið mitt og komandi Seremoníal Hofið í fegursta Píramídann rétt fyrir utan Hveragerði í Ölfusi.

Á þessum merka degi 22. september eru Haustjafndægur akkúrat klukkan 18:19.

Þessi magnaði tími er merki um jafnvægi ljós og myrkurs en við erum á leiðinni inn í veturinn. Á þessum tíma er gott að fókusera á það sem að við erum að harvesta frá sumrinu, allar allsnægtirnar, þakklætið og því sem að við erum að sleppa tökum á til þess að endurfæðast - enn frjálsari og tengdari okkar sanna sjálfi og tengingu við náttúruna.

Einnig er gott að fagna sjálfum okkur fyrir vöxtinn sem að hefur átt sér stað og einmitt sleppa tökum á því sem að þjónar ekki lengur þeim vexti sem að er að eiga sér stað. Á þessum tíma erum við að stíga inn í stjörnumerkið Vogina sem að er einmitt merki um jafnvægi.

Við ætlum að fagna þessum merka degi og kraftmiklu stund saman með kakó seremoníu, eldathöfn og sauna ritual í nýja Seremoníal Hofinu eða Píramídanum.

Mæting er klukkan 18:00 og húsið opnar þá.

Verð sliding scale frá: 7.000 - 9.000 kr

Þú færð síðan allar upplýsingar sendar í pósti þegar þú skráir þig! :)

Ég hlakka svo til þess að sjá þig og upplifa þessa stund saman.


Previous
Previous
September 13

Náttúru - Dags - Ævintýri á Þingvöllum & Fontana SPA

Next
Next
September 28

SUNDAY CHURCH in the PYRAMID TEMPLE