Back to All Events

Náttúru-dags-ævintýra-ferð: Alsæla í Borgarfirðinum

Hjartanlega velkomin í náttúru - dags - ævintýra - ferð í stórkostlega Borgarfirðinum við Hvítársíðuna.

Þetta eru mínar æskuslóðir og þar sem að ég ólst upp sem barn, en ég lék mér mikið hér sem barn og þekki margar leyndar náttúruperlur á þessu svæði.

Í tilefni þess langar mig að bjóða ykkur með í sannkallað ævintýri næstkomandi sunnudag, 13. Júlí þar sem að við hittumst í Nesvík og sameinumst í bíla á leið út á land, jú eða hittumst þar.

Borgarfjörðurinn við Hvítársíðuna er eitt fallegasta svæði landsins.

Þar eru bæði Langjökull og Eiríksjökull.

Það sem að gerir svæðið einstaklega fallegt er bergvatnið sem að hreyfist undir hrauninu og býr til Hraunfossa og Barnafossa. (en síðan eru margir aðrir leynifossar sem að ég veit um og fer með okkur á)

Síðan er líka heitt vatn á svæðinu og gefst okkur tækifæri á að njóta eftir náttúruævintýrið í Húsafells sundlauginni sem að er ný/endurgerð og mjög notarleg.

Eftir sundið njótum við ljúffengrar súpu og brauð saman áður en haldið er heim.

Hér er planið :)

Sunnudagurinn 13. Júlí

Mæting klukkan 12:30 í Nesvík, lagt er afstað í Borgarfjörðinn sem að er 1 klst og 20 mín keyrsla frá Nesvík.

Náttúruganga og kakó athöfn á leynistað við berglindir og fossa.

Hægt er að baða sig uppúr fossum og/eða lækjum á meðan gengið er.

Síðan komum við okkur vel fyrir í mosarjóðrinu og drekkum hjarta opnandi kakó í fallegri athöfn, þar verður þú leidd/ur í gegnum hugleiðslu og tengingu umvafin náttúrunni.

Eftir athöfnina er hægt að snarla á nesti þangað til við höldum áfram.
Eftir að við erum búin að skoða svæðið og tengjast því alla leið þá færum við okkur ofaní heitu laugarnar.

Annaðhvort:

Sundlaugina í Húsafelli.

Súpa og brauð er í boði fyrir þá sem að vilja næra sig eftir daginn.

Lagt er síðan afstað heim :)

VERÐ:

Ævintýradagur með kakó, náttúrugöngu og mat: 12.000 kr

Ævintýradagur með kakó, náttúrugöngu, mat og heitum laugum: 15.000 kr

HVENÆR:

Sunnudagurinn 13. Júlí

HVAR:

Borgarfjörðurinn við Hvítársíðu

Ég hlakka til þess að upplifa þetta ævintýri með þér! ;)

Skráning fer fram hér fyrir neðan:


Previous
Previous
July 10

FULL MOON DANSVEISLA & Kakó Seremonía í Nesvík