Back to All Events

SUMARFÖGNUÐUR í Nesvík 🌻 DANSVEISLA & Kakó seremonía

Hjartanlega velkomin í SUMAR FÖGNUÐ í Nesvík - Í dans og kakó serimóníu með Júlíu og Maríu! 


17. júní á þjóðhátíðardag Íslendinga, ætlum við að koma saman, fagna sumrinu & njóta lífsins í fallegu nàttúruperlunni við Nesvík. 

SÁNAN verður í boði klukkan 14:00 fyrir þá sem að vilja tengja sig aðeins við náttúruna áður en að viðburðurinn hefst! :)


Kl. 16:00 hefjum við veisluna á töfrandi KAKÓ SERIMÓNÍU með Júlíu:

Með hugleiðslu & innra ferðalagi skapast rýmið til að tengjast inn á við, koma heim í hjartað, inn að kjarnanum í átt að dýpri tengingu við þig, hjartað, innsæið, líkamann & andann.

Iðkun sem hjálpar okkur að komast nær okkur sjálfum, fólkinu, náttúrunni og lífinu. 


Þaðan tekur DANSINN við:

María leiðir inn í tengingu við líkamann, andann & tónlistina. Hér fléttast saman frjálst dans flæði / Ecstatic dans og leiðsla fyrir enn dýpri & magnaðri upplifun á dans ferðalaginu.

Litrík & lifandi tónlist & taktur fær að leiða förina og veita innblásturinn inn í dansinn. 


Við endum kvöldið í kyrrðinni með innilegu tónabaði & djúpslökun.


Hvenær:

Þriðjudagur, 17. Júní 

16:00-19:30


Verð: 6.000 kr

( Ef þú ætlar að koma í SÁNUNA, þá kostar það: 3.500 kr aukalega. )

Skráðu þig hér að neðan:

Við hlökkum til að sjá ykkur ❤️


Júlía & María

Previous
Previous
June 13

HEIÐRUM LANDIÐ, Kakó Athöfn & Saunagus á Þingvöllum, föstudaginn 13. Júní

Next
Next
July 1

Saunagus, Kakó Seremonía & Dinner í Nesvík 1. Júlí